fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Argentínumenn æfðu í morgun: Verður þetta byrjunarliðið gegn Íslandi?

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. júní 2018 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska landsliðið æfði í morgun á æfingasvæðinu í Bronnitsy, skammt fyrir utan Moskvu, fyrir leikinn gegn Íslandi á laugardag. Látið hefur verið að því liggja að Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, sé kominn með byrjunarliðið í kollinn miðað við hvernig stillt var upp á æfingunni.

Þannig var þeim Lionel Messi, Sergio Aguero og Angel Di Maria stillt upp sem þremur fremstu mönnunum á æfingunni. Aguero var einn í fremstu víglínu en Messi og Di Maria þar fyrir aftan, að því er The Sun greinir frá. Gonzalo Higuain byrjaði í fremstu víglínu í 4-0 sigrinum á Haiti á dögunum en komst ekki á blað. Aguero kom inn á sem varamaður fyrir Higuain í leiknum og skoraði 10 mínútum síðar. Virðist hann ætla að fá traustið hjá Sampoli gegn Íslandi.

Í uppstillingu Sampaoli á æfingunni var Maximiliano Meza á miðjunni og þeir Javier Mascherano og Lucas Biglia fyrir aftan. Meza þessi er 26 ára og spilar með Indipendiente í heimalandinu. Hann er óreyndur og á aðeins tvo leiki að baki fyrir argentínska liðið. Talið er að honum hafi verið stillt upp í fjarveru Manuel Lanzini, leikmanns West Ham, sem meiddist fyrir skemmstu og missir af HM.

Lucas Biglia, sem hefur glímt við meiðsli að undanförnu, skipti síðar á æfingunni við Giovani Lo Celso, leikmann PSG í Frakklandi, sem þykir gefa til kynna að Lo Celso verði í byrjunarliðinu fari svo að Biglia verði ekki klár.

Manchester-mennirnir Nicolas Otamendi, leikmaður City, og Marcos Rojo, leikmaður United, voru miðvarðarpar og þeir Eduardo Silva, leikmaður Benfica, og Nicolas Tagliafico, leikmaður Ajax, voru í bakvarðarstöðunum. Silva hægra meginn og Tagliafico vinstra meginn. Willy Caballero, varamarkvörður Chelsea, var svo í markinu í fjarveru Sergio Romero sem er meiddur og missir af HM.

Hvort þetta verði byrjunarlið Argentínumanna gegn Íslandi skal ósagt látið, en athyglisverð uppstilling engu að síður hjá Jorge Sampaoli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Í gær

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum