fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Sverrir Ingi býr í Rússlandi: „Eitthvað sem maður hefur ekki séð áður“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. júní 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er skemmtilegur staður hérna við Svartahafið, mjög fallegur staður. Eitthvað sem maður hefur ekki séð áður í Rússlandi, allavega ekki ég,“ sagði landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason og leikmaður Rostov í Rússlandi.

Sverri Inga virðist líða vel í Rússlandi en hann gekk í raðir Rostov frá Granada á síðasta ári. Ekki er ýkja langt á milli heimaborgar Sverris, Rostov-on-Don, og Gelendzhik – að minnsta kosti ekki á rússneskan mælikvarða – en þrátt fyrir það kveðst Sverrir ekki hafa séð stað eins og Gelendzhik í Rússlandi. Um er að ræða vinsælan sumarleyfisstað meðal Rússa sem minnir um margt á vinsæla strandbæi á Spáni.

Í viðtali við 433.is í morgun fór Sverrir yfir framhaldið og leikinn gegn Argentínu á laugardag. Hann segir að leikmenn íslenska liðsins hafi byrjað að kynna sér argentínska liðið þegar þeir voru enn á Íslandi en nú, þegar nokkrir dagar eru í leik, fari sá undirbúningur á fullt.

Aðspurður hverjar væntingarnar fyrir leikinn gegn Argentínu væri, sagði Sverrir: „Við höfum sagt það áður að við viljum fara upp úr þessum riðli. Við byrjum bara á Argentínuleiknum. Við vitum að þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur með frábæra leikmenn innanborðs og við þurfum bara að byrja að undirbúa okkur vel.“

Sverrir sagði að liðið færi auðvitað í alla leiki til að vinna en þeir væru samt raunsæir fyrir leikinn gegn Argentínu. „En við munum gera allt sem við getum til að ná í úrslit þarna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðraði minningu landa síns eftir mark gegn Liverpool – Sjáðu myndirnar

Heiðraði minningu landa síns eftir mark gegn Liverpool – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur