Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
,,Það er allt til alls hérna,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands fyrir æfingu liðsins í Rússlandi í dag.
Liðið er að æfa í annað sinn í Rússlandi og fer vel um liðið, æfingavöllurinn er frábær og hótelið gott.
Greint var frá því í gær að Hannes hafi rætt við Rúnar Aleex Rúnarsson og Frederik Schram í gær.
,,Það var þrúgandi andrúmsloft, það hefur vantað léttleika á markmannsæfingar undanfarið. ég veit ekki hvort það sé stress,“ sagði Hannes.
,,Ég sagði nokkur orð, núna eru menn brosandi. Það er stemming í mannskapnum, ég held að
,,Við vinnum náið saman á hverjum degi, markmannsæfingar geta verið það skemmtilega í heimi. Maður á að njóta þess, ekki taka þessu of alvarlega.“
Meira:
Markmenn Íslands voru með fullan poka af grjóti á bakinu – Hannes steig upp og allt breytist