Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
,,Veðrið mjög gott, hótelið fínt og völlurinn frábær,“ svona eru fyrstu kynni, Jóhanns Berg Guðmundssonar af Rússlandi.
Íslenska landsliðið æfir í annað sinn í Rússlandi í dag, æfing liðsins er í gangi og hófst 11:00 á staðartíma
Vel fer um strákana sem hafa talverðan frítíma utan æfinga. Hvernig var dagurinn í gær?
,,Við spiluðum borðtennis, við spiluðum pool. Við horfðum á einhverja bíómynd sem Hannes valdi, hún var ömurleg. Þannig að ég fór snemma af henni,“ sagði Jóhann Berg.
Það verður gaman að sjá hvort Hannes velji betri bíómynd næst.