fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Helgi ánægður að komast til Rússlands: Nefnir eitt atriði sem hann saknar ekki frá Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara frábært. Við erum búnir að hlakka til að komast hingað og allt aðrar aðstæður en við vorum með heima. Vellirnir þar voru ekki í toppstandi, þungir, og maður sá það líka í leikjunum. Það voru margir þungir í leikjunum. Það er tilvalið að komast í hitann hérna og á góða velli,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, eftir æfinguna í Gelendzhik í morgun.

Íslenska liðið æfði við frábærar aðstæður en um var að ræða fyrstu æfingu liðsins eftir komuna til Rússlands í gærkvöldi. Sól og blíða er í Gelendzhik í dag og er hitinn nálægt 30 gráðum. Helga finnst ekki leiðinlegt að komast í hitann og nefndi hann í samtali við 433.is eitt atriði sem hann saknar alls ekki.

„Ég sakna þess ekkert að þurfa að skafa af bílnum áður en ég fer á æfingu,“ sagði Helgi í léttum tón og vísaði í vætutíðina og kuldann sem var í borginni þegar landsliðið kom saman. Hann sagði að strákunum liði vel á hótelinu – teymið í kringum landsliðið hefði gert allt til búa til sem bestar aðstæður.

Helgi sagði að þó að einbeitingin nú væri öll á leikinn gegn Argentínu á laugardaginn væri ekki komin nein sérstök spenna í hann fyrir leikinn. „Við erum ennþá að koma okkur fyrir. Það var mikil vinna í nótt hjá mörgum og það voru margir sem sváfu lítið. Það þarf að raða öllu inn, pakka öllu upp og hafa allt klárt,“ sagði hann.

Það vakti athygli í gær þegar flugi liðsins seinkaði vegna mistaka hjá Heimi Hallgrímssyni. Hann setti töskuna sína í ranga rútu sem var á leið til Stykkishólms. Helgi brosti þegar hann var spurður hvort hann hefði skammað landsliðsþjálfarann.

„Hann ætlaði að flýta fyrir en henti þessu bara í vitlausa rútu. Óvanalegt af honum því tölvan hans var í töskunni og ég hef aldrei séð hann án tölvunnar. Að hann hafi hent henni inn í einhverja rútu sem var á leiðinni norður. Það var nýtt.“

Viðtalið við Helga má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Í gær

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern