„Vonandi verða þeir mikið að tefla. Ég hef gaman af því,“ segir Magnús Gylfason, fulltrúi í landsliðsnefnd og starfsmaður KSÍ. Magnús ræddi við 433.is í Gelendzhik í Rússlandi í morgun þar sem íslenska liðið mætti á sína fyrstu æfingu.
Í viðtalinu sagðist Magnús ánægður með aðstæðurnar í Rússlandi; hótelið væri gott og æfingaaðstaðan til fyrirmyndar. Íslenska liðið heldur til Moskvu á fimmtudag vegna leiksins gegn Argentínu á laugardag.
Aðspurður hvernig liðið nýtt frítímann milli æfinga og slökunar sagði Magnús að það væri hægt að gera ýmislegt á hótelinu. „Við munum finna fullt af leikjum og keppnum. Þessir gæjar vilja helst alltaf vera að keppa þannig að það er auðvelt að hafa ofan af fyrir þeim þannig. Það er þarna snóker og aðstaða til að pútta og chippa,“ sagði Magnús sem sjálfur er mikill áhugamaður um skák. Sagðist hann vona að einhverjir myndu tefla við hann.
Viðtalið við Magnús má sjá hér að neðan, en í því ræðir hann einnig um leikinn gegn Argentínu og möguleika Íslands í riðlinum: