fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Vonar að íslensku strákarnir nenni að tefla við hann

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vonandi verða þeir mikið að tefla. Ég hef gaman af því,“ segir Magnús Gylfason, fulltrúi í landsliðsnefnd og starfsmaður KSÍ. Magnús ræddi við 433.is í Gelendzhik í Rússlandi í morgun þar sem íslenska liðið mætti á sína fyrstu æfingu.

Í viðtalinu sagðist Magnús ánægður með aðstæðurnar í Rússlandi; hótelið væri gott og æfingaaðstaðan til fyrirmyndar. Íslenska liðið heldur til Moskvu á fimmtudag vegna leiksins gegn Argentínu á laugardag.

Aðspurður hvernig liðið nýtt frítímann milli æfinga og slökunar sagði Magnús að það væri hægt að gera ýmislegt á hótelinu. „Við munum finna fullt af leikjum og keppnum. Þessir gæjar vilja helst alltaf vera að keppa þannig að það er auðvelt að hafa ofan af fyrir þeim þannig. Það er þarna snóker og aðstaða til að pútta og chippa,“ sagði Magnús sem sjálfur er mikill áhugamaður um skák. Sagðist hann vona að einhverjir myndu tefla við hann.

Viðtalið við Magnús má sjá hér að neðan, en í því ræðir hann einnig um leikinn gegn Argentínu og möguleika Íslands í riðlinum:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern