fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

,,Við erum búnir að hugsa það ef Heimir hættir eftir HM“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Íslenska landsliðið var að ljúka við sína fyrstu æfingu í Rússlandi en möguleiki er á að þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson láti af störfum eftir mót.

Samningur Heimis er á enda eftir mótið og hefur hann ekki viljað binda sig eða taka ákvörðun fyrr en að móti loknu.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ hefur reglulega rætt við Heimi en þeir hafa sett allt spjall til hliðar undanfarið. Einbeitingin er á góð úrslit á HM í Rússlandi.

Meira:
Guðni Bergsson í Rússlandi – ,,Það er góður andi í hópnum“

,,Ekkert nýlega, við erum að einbeita okkur að HM. Ég og Heimir höfum rætt saman í nokkur skipti og það er góður skilningur okkar á milli, ég hef skilning á hans stöðu og hann okkar,“ sagði Guðni við fjölmiðla í dag.

,,Ég er bjartsýnn á að við náum saman eftir mót, ytri aðstæður skipta máli. Ef það kemur eitthvað mjög svo spennandi tilboð til hans, þetta er seinni tíma mál.“

,,Við erum með plan B og C, við erum búnir að hugsa það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern