Hörður Snævar Jónsson skrifar Rússlandi:
,,Við komum seint en sáum lítið, hótelið var gott,“ sagði Magnús Gylfason, sem á sæti í landsliðsnefnd Íslands og er einn af lykilmönnum á bak við tjöldin.
Magnús passar upp á það að vel fari um íslenska liðið í Rússlandi og er hann afar vel liðinn í hópnum.
,,Þetta er virkilega gaman, þetta eru geggjaðar aðstæður og veðrið er frábært. Ég held að það sé allt eins og menn voru að vonast eftir. Við erum að upplifa allt fyrst þrátt fyrir EM.“
Aðstæður í Rússlandi þar sem íslenska liðið dvelur eru fyrsta flokk.
,,Þetta er ekki týpískt austantjalds, þetta er sólarströnd, það er mjög gott og vinalegt.“
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins er byrjaður að æfa og Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn. Magnús segir fiðring í hópnum.
,,Við sjáum að Aron er að æfa meira og meira, Gylfi var með í síðasta leik. Það eru allir að verða klárir.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.