fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Tíu sem gætu orðið heimsfrægir eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi

433
Sunnudaginn 10. júní 2018 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst þann 14. júní en Ísland hefur leik tveimur dögum síðar er liðiðmætir Argentínu. Leikurinn fer fram í Moskvu en um er að ræða sögulegan viðburð fyrir Íslendinga sem leika sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti í knattspyrnu, stærsta íþróttaviðburði í heimi, keppni sem allir knattspyrnumenn vilja taka þátt í. Ísland verður langminnsta þjóðin sem hefur spilað á þessu móti. Á hverju móta koma upp stjörnur sem allur heimurinn þekkir kannski ekki, við höfum tekið saman tíu slíka en þar má finna einn íslenskan leikmann sem gæti orðið heimsfrægur í sumar.


Jóhann Berg Guðmundsson – 27 ára, kantmaður, Ísland
Það kom mörgum á óvart hversu öflugur Jóhann Berg var með Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Var hann einn besti leikmaður liðsins er liðið tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Hann var einn besti leikmaður Íslands í undankeppni HM og nú gæti hann tekið skrefið og orðið stjarna Íslands í Rússlandi.


Fyodor Smolov – 28 ára, framherji, Rússland
Verður lykilmaður hjá heimaþjóðinni, miklar væntingar eru gerðar til Smolovs varðandi árangur Rússa á HM. Hann hefur verið leikmaður ársins þrisvar í röð í Rússlandi en hann er í herbúðum FK Krasnodar. Rússar eru með slakasta liðið á HM samkvæmt styrkleikalista FIFA.


Aleksandr Golovin – 21 árs, miðjumaður, Rússland
Er aðeins 21 árs en hefur náð ansi langt, er með 17 landsleiki fyrir Rússland og 113 leiki fyrir CSKA Moskvu. Var öflugur í Evrópudeildinni í ár, kraftmikill og með mikla sköpunargáfu.


Lucas Torreira – 22 ára, miðjumaður, Úrúgvæ
Hefur hrifið marga með leik sínum í Seriu A á Ítalíu með Sampdoria, frábær bæði með og án bolta. Er mjög góður að vinna boltann en er einnig með öfluga löpp, góð skot og góðar sendingar. Er leikmaður sem Úrúgvæ hefur mjög lengi vantað.


Giorgian De Arrascaeta – 23 ára, miðjumaður, Úrúgvæ
Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur sannað sig hjá Cruzeiro í Brasilíu. Er sagður einn besti leikmaður utan Evrópu, góður á boltann og sérstaklega öflugur á síðasta þriðjungi. Gæti farið til Spánar eftir mótið.


Sardar Azmoun – 23 ára, framherji, Íran
Hefur ekki verið neitt sérstaklega duglegur að skora fyrir félagslið sitt en Azmoun hefur skorað 23 mörk í 31 landsleik. Mögnuð tölfræði en iðulega eru menn að skora minna fyrir landslið sitt en félagslið. Íran er í riðli með Spáni, Portúgal og Marokkó og verður því erfitt fyrir Íran að gera eitthvað. Þeirra von er Azmoun.


Amine Harit – 20 ára, miðjumaður, Marokkó
Þessi öflugi leikmaður Schalke er svolítið óslípaður demantur. Það er martröð varnarmanna að eiga við hraða hans og góðan fótboltaheila. Hann fær frelsi til að sækja eins og hann vill hjá Marokkó. Harit gæti sprungið út í Rússlandi.


Goncalo Guedes – 21 árs, kantmaður, Portúgal
Portúgal er duglegt að búa til öfluga sóknarmenn. Guedes er í eigu PSG en var á láni hjá Valencia á leiktíðinni sem var að klárast. Er einn besti ungi kantmaður í heiminum, skoraði fimm mörk og lagði upp níu í La Liga á síðustu leiktíð.


Pione Sisto – 23 ára, kantmaður, Danmörk
Sisto leikur á Spáni og fór undir radarinn með Celta Vigo í vetur, var í slöku liði en Sisto er alltaf ógnandi. Er með frábærar sendingar og getur orðið óvænta stjarnan í liði Dana í sumar. Danir hafa á sterku liði að skipa og gætu komið mjög á óvart í Rússlandi.


Cristian Pavon – 22 ára, kantmaður, Argentína
Argentína hefur sterka leikmenn í sínum röðum en tók Pavon með sem gæti verið klókt. Hann hefur verið geggjaður með Boca Juniors í heimalandinu og er klár í stóra skrefið til Evrópu. Skoraði sex mörk og lagði upp 11 í 26 leikjum á tímabilinu sem var að klárast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester