Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
Íslenska landsliðið tók sína fyrstu æfingu í Rússlandi í dag en liðið kom til landsins í gær.
Liðið dvelur í Gelendzhik, sem er strandbær en afar vel fer um liðið þar.
Sex dagar eru í fyrsta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu en liðið mætir Argentínu á laugardag.
Ragnar Sigurðsson einn af lykilmönnum liðsins var í góðum höndum um borð í vél Icelandair í gær.
Æskuvinur hans, var flugvirki um borð í vélini og sá til þess að allt væri í toppstandi.
Afar vel fór um íslenska liðið í fluginu sem tók tæpa sex tíma.