fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Emil var duglegur að svindla sér inn á golfvelli í gamla daga – ,,Ég var óumdeildur sigurvegari gærdagsins“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. júní 2018 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég segi no comment,“ sagði Emil Hallfreðsson landsliðsmaður Íslands þegar borið var undir hann að hann hefði svo gott sem svindlað í golfmóti hjá landsliðinu í gær.

Emil spilaði á ótrúlegu skori miðað við það að vera með 36 í forgjöf, hann hefur grunn frá yngri árum en hefur varla snert golfkylfu í 10 ár.

,,Ég hef ekki spilað golf í mörg ár, svo fer maður þarna á Korpúlfsstaði og tekur 86 högg. Það er þokkalegt miðað við mann með 36 í forgjöf, ég fékk 57 punkta. Þeir sem þekkja golf vita að það er þokkalegt skor.“

,,Við vorum að reyna að setja einhverja aðra forgjöf á mig eftir hring því hollið mitt græddi svo á mér, ég var óumdeildur sigurvegari gærdagsins.“

Emil var duglegur að spila golf sem krakki og var oftar en ekki hent út af vellinum í Hafnarfirði þar sem hann borgaði ekki vallargjald.

,,Ég er með ágætis grunn, við vorum alltaf í gamla daga. Ég er alinn upp á Holtinu, við vorum oft að svindla okkur inn á Keili Það var verið að reka okkur út af, við áttum ekki pening til að vera í golfklúbbi. Ég hef ekki farið í tíu ár en var alltaf í þessu sem krakki.“

Mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hrista hópinn saman áður en haldið er til Rússlands á laugardag.

,,Það er nauðsynlegt að kúpla sig út og gera eitthvað öðruvísi, menn eru ferskir eftir gærdaginn. Þetta var ótrúlega skemmtilegt.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Í gær

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Í gær

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United