fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Stóri bróðir Gunnar lést daginn sem hún átti að fæða: „Fentanyl heitir lyfið sem drap hann, lyf sem læknir gaf manni í neyslu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári biðu þau Gunnur Björnsdóttir og Almar kærasti hennar spennt eftir því að fá dóttur sína í hendurnar eftir virkilega erfiða meðgöngu. Þegar settur dagur, 16. ágúst, var að kvöldi komin snerist hins vegar eftirvæntingin upp í mikla sorg og erfiðleika.

„Þetta var búin að vera mjög ömurleg meðganga. Mér var óglatt allan tímann, fékk grindargliðnun, bjúg og upplifði margar svefnlausar nætur. Ég var því farin að telja mínúturnar í settan dag,“ segir Gunnur Björnsdóttir í einlægri færslu sinni á Mæður.

Bróðir Gunnar lést á settum degi

„Settur dagur kom loksins og við vorum orðin rosalega spennt. Við myndum loksins sjá litlu stelpuna okkar á næstu dögum. En þessi dagur varð versti dagur lífs míns og allrar fjölskyldu minnar. Um kvöldið dó eldri bróðir minn, hann Binni.“

Gunnur segist lítið muna eftir dögunum sem komu í kjölfarið enda hafi öll fjölskyldan verið að reyna að átta sig á aðstæðum.

„Enn þann dag í dag er heilinn á mér að reyna að átta sig á þessu. Þetta er svo skrítið. Dóttir okkar, hún Villimey, fæddist svo um nóttina 24. ágúst. Kistulagningin var sama dag og ég missti af henni.“

Upplifði hamingju og sorg

 Líðan Gunnar á þessum erfiða tíma var mjög furðuleg þar sem hún upplifði bæði sorg og hamingju á sama tíma.

„Mér leið rosalega illa. Ég fékk samviskubit yfir því að vera sorgmædd því þetta átti að vera gleði tími en ég fékk líka samviskubit þegar ég var glöð, því jú bróðir minn var að deyja. Hvernig gat ég verið glöð?“

Sem betur fer hafði Gunnur nóg að gera til þess að dreifa huganum með eitt nýfætt barn og annað fimm ára.

„Ég var reiðari í skapinu, grét mig í svefn öll kvöld og fannst ég ekki ná að syrgja á eðlilegan hátt. Hjúkrunarfræðingurinn í ungbarnaeftirlitinu talaði við mig og bað mig um að fara til læknis og fá hjálp. Ég gerði það og var ég sett á þunglyndislyf til þess að koma mér í jafnvægi. Mér fannst það hafa hjálpað til en þetta var samt alltaf erfitt.“

Læknir skrifaði upp á sterk verkjalyf fyrir mann í neyslu

Gunnur segist hafa átt virkilega erfitt með að finna milliveginn á milli hamingju og sorgar.

„Binni var 29 ára þegar hann kvaddi okkur. Fallegur maður að utan og innan, mikill dýravinur, tónlistarmaður og yndislegur bróðir. Hann átti erfitt og barðist við fíkniefnadjöfulinn sem á endanum drap hann. Fentanyl heitir lyfið sem drap hann. Lyf sem læknir byrjaði að skrifa á hann vegna verkja út af MS sjúkdómnum. Lyf sem læknir gaf manni í neyslu.“

Gunnur syrgir bróðir sinn en ætlar sér að leyfa dóttur sinni að kynnast frænda sínum í gegnum myndir af honum, tónlistina hans og allar þær minningar sem fjölskyldan á af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“