fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Nú er leitinni endanlega lokið – Flugvélin og 239 farþegar finnast ekki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. maí 2018 17:30

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu þrjá mánuði hefur fyrirtækið Ocean Infinity leitað að flugvél Malaysia Airline í Indlandshafi. Vélin, betur þekkt sem flug MH370, hvarf 2014 þegar hún var á leið frá Malasíu til Kína. Um borð voru 239 manns. Nú er leitinni lokið og svo virðist sem þetta hafi verið síðasta tilraunin til að finna vélina. Það er því ekki annað að sjá en að þessi stærsta ráðgáta flugsögunnar verði áfram óleyst.

Hin opinbera leit, sem Malasía, Kína og Ástralía, stóðu að endaði á síðasta ári. Yfirvöld í Malasíu sömdu við Ocean Infinity í janúar á þessu ári um að hefja leit að nýju. Samkvæmt samningnum átti fyrirtækið aðeins að fá greitt ef því tækist að finna vélina. Það er því ljóst að fyrirtækið hefur ekki neitt upp úr krafsinu að þessu sinni.

Hin opinbera leit að vélinni beindist að um 120.000 ferkílómetra svæði í suðurhluta Indlandshafs. Í desember komust ástralskir rannsakendur að þeirri niðurstöðu að leitarsvæðið hefði verið of sunnarlega. Leit Ocean Infinity beindist því að 25.000 ferkílómetra svæði töluvert norðar í Indlandshafi.

Eitt það undarlegasta við hvarf flugvélarinnar er að þegar hún hafði verið á lofti í 38 mínútur barst síðasta merkið frá henni en eftir það bárust engin merki eða skilaboð frá henni. Sérfræðingar vita ekki með vissu hvort flugmennirnir höfðu stjórn á vélinni allt þar til á síðustu stundu eða hvort hún hafi hrapað stjórnlaust í hafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi