fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Skipta úrslitin engu máli?

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 27. maí 2018 15:32

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athyglisvert var að fylgjast með viðbrögðum Pírata og Viðreisnarfólks eftir borgarstjórnarkosningarnar. Píratar segja mikilvægt að hlusta eftir vilja kjósenda sem birtist í kosningaúrslitunum, en lýsa svo yfir vilja til að halda meirihlutanum áfram undir forystu Dags B. Eggertssonar, þótt hann hafi beðið stóran persónulegan ósigur.

Út frá sjónarhóli lýðræðisins þarf ekki að rýna lengi í úrslit næturinnar til að komast að þeirri niðurstöðu að kjósendur séu beinlínis að frábiðja sér áframhaldandi forystu Dags B. Eggertssonar í borginni. Og þeir voru heldur ekki að óska eftir þátttöku Vinstri grænna í nýjum meirihluta. Báðir þessir flokkar, Samfylking og Vinstri græn, töpuðu miklu fylgi frá fyrri kosningum og meirihlutinn féll.

Þess vegna hlýtur að vera aðkallandi spurning fyrir fólk eins og Pawel Bartozek, nýjan borgarfulltrúa Viðreisnar, sem er töluglöggur með afbrigðum, hvort það sé hlutverk Viðreisnar að bæta í meirihluta sem fólk var að hafna?

Ef Viðreisn gerir það, og tryggir Samfylkingunni með því áframhaldandi völd í Reykjavík án þess að hafa unnið til þess í kosningum, gæti það orðið banabiti flokksins. Allir þekkja hvernig fór fyrir Bjartri framtíð.

Pawel og aðrir nýir borgarfulltrúar þurfa að tryggja, að það sannist ekki nú í eitt skipti fyrir öll, að það sé alveg sama hvað borgarbúar kjósi, þeir sitji alltaf uppi með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United