fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Kosningar 2018: Úrslit úr helstu sveitarfélögum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með tæp 31 prósent og átta fulltrúa. Samfylkingin er með 26 prósent og sjö menn. Píratar og Viðreisn fá tvo menn hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn, Flokkur Fólksins og Vinstri Grænir ná inn einum manni. Athygli vekur að Vinstri Grænir eru aðeins með 4,58 prósent.

Aðrir flokkar ná ekki inn eins og til dæmis Framsóknarflokkurinn sem tapar nærri 8 prósentum frá síðustu kosningum.

Samkvæmt þessum tölum er Viðreisn í algerri lykilstöðu og getur myndað meirihluta með núverandi meirihlutaflokkum eða Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins.

 

Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar en seinni flokkurinn bauð fram ásamt Viðreisn. Höfðu báðir þessir flokkar lýst yfir vilja ti lað starfa saman áfram. Samfylking fékk áfram tvo og Framsóknarflokkurinn áfram einn. Píratar náðu manni inn en ekki Miðflokkur, Vinstri Grænir, Sósíalistar eða framboð Ómars Stefánssonar, Fyrir Kópavog.

 

Í Hafnarfirði bauð Björt Framtíð ekki fram en Bæjarlisti Guðlaugar Kristjánsdóttur náði inn manni og getur myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum sem hélt sínum fimm fulltrúum. Samfylkingin missti mann þrátt fyrir að fylgi þeirra væri nánast alveg óbreytt frá síðustu kosningum, 20,1 prósent. Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn fengu allir mann en Vinstri Grænir, sem lengi hafa haft fulltrúa í Hafnarfirði, misstu sinn. Píratar náðu ekki inn manni en voru nálægt því með 6,5 prósent.

 

Á Seltjarnarnesi hélt 56 ára meirihluti Sjálfstæðismanna, með rúm 46 prósent og fjóra fulltrúa. Samfylkingin fékk tvo og Viðreisn einn en klofningsframboðið úr Sjálfstæðisflokknum, Fyrir Seltjarnarnes, fékk aðeins 10,6 prósent og náði ekki inn manni.

 

Í næstlegsti meirihluti landsins, Sjálfstæðismenn í Garðabæ, hélt ekki bara heldur bætti við sig manni og fékk átta. Garðarbæjarlistinn fékk þrjá en aðrir náðu ekki inn.

 

Í Mosfellsbæ hélt meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna en fyrrnefndi flokkurinn tapaði sínum fimmta manni. Samfylkingin missti einnig mann en Miðflokkurinn, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar náðu inn manni. Framsóknarflokkurinn og Íbúðahreyfingin/Píratar komust ekki inn.

 

Í Árborg féll meirihluti Sjáflstæðisflokksins og missti sinn fimmta mann. Samfylkingin fékk tvo og Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Áfram Árborg, sameiginlegur listið Viðreisnar og Pírata, fengu allir einn mann. Vinstri Grænir náðu ekki inn manni þrátt fyri að bæta við sig nærri þremur prósentustigum.

 

Í Vestmannaeyjum var mjótt á munum og handfylli af atkvæðum skar úr um það að meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll. Tapaði hann alls tæpum 28 prósentum og fékk þrjá fulltrúa en klofningsframboðið Fyrir Heimaey fékk einnig þrjá. Þá missti Eyjalistinn einn mann og verður í oddastöðu ef hægri flokkarnir tveir ná ekki saman.

 

Á Akureyri hélt meirihluti L-listans, Framsóknarflokks og Samfylkingar og voru allir flokkarnir áfram með tvo fulltrúa. Sjálfstæðismenn héldu sínum þremur og Miðflokkur og Vinstri Grænir fengu sitthvorn fulltrúan. Píratar náðu ekki inn.

Í Reykjanesbæ féll meirihluti Samfylkingar, Beinnar leiðar og Frjáls afls þrátt fyrir að Samfylking hafi bætt við sig manni því hinir flokkarnir töpuðu sitt hvorum manninum. Sjálfstæðisflokkurinn missti tæp 14 prósent, einn mann og hefur aldrei fengið verri kosningu í bænum. Framsóknarflokkur fékk tvo menn og Miðflokkur einn. Píratar og Vinstri Grænir náðu ekki inn manni en síðarnefndi flokkurinn fékk innan við 2 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum