fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Nú þurfa þau loksins að svara

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vetur hóf DV mikla umfjöllun um Krýsuvíkursamtökin og meðferðarheimilið sem þau reka fyrir vímuefnaneytendur. Í þeirri umfjöllun kom fram að samtökunum væri stýrt með harðri hendi af mæðginum sem hefðu nýtt sér að leika lausum hala í mörg ár.

Fluttar voru fréttir af óeðlilegum samskiptum við skjólstæðinga, kynferðisbroti, óttastjórnun, bruðli og harðneskjulegri meðferð á ungum manni sem lést eftir að hann var rekinn af heimilinu og skilinn eftir á bensínstöð.

Það var ljóst að ástandið, í þessu athvarfi fyrir fólk í neyð, var mjög langt frá því sem eðlilegt getur talist. Engum gat dulist það. En aðrir fjölmiðlar létu það vera að fjalla um Krýsuvíkursamtökin og DV var því eins og hrópandi maður í eyðimörkinni.

Nú hefur það gerst að starfsfólkið hefur fengið nóg og helmingur þess sagt upp. Ekki vegna þess að DV flutti ljótar sögur af starfseminni og valdníðslu yfirmanna heldur af því að það vissi manna best að sögurnar væru dagsannar. Vitaskuld vildi starfsfólkið ekki skilja skjólstæðingana eftir í viðkvæmri stöðu en aðstæðurnar voru óbærilegar og eins og einn viðmælandi DV sagði ekki boðlegar „starfsheiðursins vegna“.

Skömmu eftir uppsagnirnar bárust þær fréttir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði ákveðið að rifta samningi Sjúkratrygginga Íslands við Krýsuvíkursamtökin. Fjárframlögin hafa hækkað mikið undanfarin ár vegna þrýstings frá forsvarsmönnum samtakanna, frá um 70 milljónum árið 2015 í 114 milljónir fyrir árið 2018. Landlæknir mun gera úttekt á starfseminni og það er erfitt að sjá hvernig núverandi stjórn getur staðist hana. Því lítur allt út fyrir að heimilinu verði lokað í desember, tæpu ári eftir að DV velti steininum við.

Það er ekki yfirlýst markmið DV að láta loka meðferðarheimilinu að Krýsuvík. Við viljum ekki að fíklar séu á götunni og fái ekki þau úrræði sem þeir þurfa til að snúa við blaðinu og eiga afturkvæmt í samfélagið. Krýsuvíkursamtökin hafa bjargað fjölda manns úr greipum heljar á þeim rúmlega þrjátíu árum sem þau hafa verið starfrækt og margir hugsa með hlýju til þessa staðar.

EN. Þetta stóra EN. Það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, og björgun eins réttlætir ekki niðurbrot annars. Þegar fólk, sem er á sínum lægsta punkti í lífinu, leitar á náðir stofnana eins og þessa verðum við að tryggja að rétt sé haldið á málum. Þessi saga fjallar ekki aðeins um það hvernig stjórnendurnir höguðu sér heldur hvernig eftirlitið brást og hversu nauðsynlegt það er að mál eins og þessi komi upp á yfirborðið.

Ef DV hefði ekki fjallað um málið hefði lífið í Krýsuvík haldið áfram ótruflað. Ungar stúlkur lent í klóm á starfsmanna, sjúklingar þurft að þola hranalega meðferð og stigvaxandi fjárveitingar ríkisins farið í bruðl stjórnenda. En nú þurfa þau loksins að svara til saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben