fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Sport

Þess vegna eiga Íslendingar ekki að geta endurtekið leikinn

Ítarleg tölfræðigreining á frammistöðu Frakka og Íslendinga á mótinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. júlí 2016 05:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingar geta ekki skákað Frökkum eins og Englendingum.“ Þetta er yfirskrift greinar í Washington Post um leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum, sem fram fer á morgun. Í greininni er tekin saman tölfræði sem á að renna stoðum undir þá kenningu að Frakkar séu mun beinskeyttari og hættulegri andstæðingur en England. „Dagar þeirra eru líklega taldir,“ segir í greininni um íslenska ævintýrið.

Greinarhöfundur, sem í greininni styðst við tölfræðigreiningu Opta, gerir ráð fyrir því að Ísland leiki með sama hætti gegn Frökkum og hingað til í keppninni. Bent er á að aðeins í einum leik af fjórum hafi íslensku leikmennirnir náð 200 sendingum sín á milli, á meðan lið á borð við Þýskaland og Spán sendi boltann yfirleitt um og yfir 600 sinnum sín á milli í einum leik. Allir leikir Íslands á mótinu rata á topp tíu listann yfir fæstar sendingar innan liða í keppninni.

Á það er þó bent að Íslendingar hafi alls ekki legið í vörn og vonað það besta í þeirri von að ná markalausu jafntefli. Síður en svo. Íslenska skyndisóknin sé ein sú hættulegasta á mótinu og hafi skapað mörg hættuleg marktækifæri fyrir liðið. „Þrátt fyrir að skotin séu 80 á móti 32 eru upplögð marktækifæri Íslands næstum því jafn mörg og andstæðinganna.“

Hér má sjá hvar Íslendingar og andstæðingar þeirra hafa skotið á markið í mótinu. Stærð kassanna gefur til kynna hversu hættulega færin voru. Bleiku kassarnir gefa til kynna skoruð mörk.
Frá Opta Hér má sjá hvar Íslendingar og andstæðingar þeirra hafa skotið á markið í mótinu. Stærð kassanna gefur til kynna hversu hættulega færin voru. Bleiku kassarnir gefa til kynna skoruð mörk.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur stærsti hluti skota andstæðinga Íslands komið utan vítateigs; eða 45 af 80. Ungverjar koma næstir í röðinni með 31 langskot fengið á sig. Á hinn bóginn heyri það til undantekninga ef Íslendingar skjóti af löngu færi – þeir komi sér yfirleitt í betri færi. Skotin utan teigs eru sex, þar af er afar gott marktækifæri þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tók aukaspyrnu á vítateigslínunni í leiknum við Ungverja.

Greinarhöfundur, Michael Caley, veðjar á að Íslendingar muni liggja til baka í leiknum og að þeir reyni að þröngva Frakka til að reyna að ljúka sóknum sínum með skotum úr vondum færum. Ísland muni beita skyndisóknum á móti, upp miðjan völlinn, og reyna þannig að vinna gestgjöfunum skráveifu. „Gallinn við að mæta Frökkum er að sú varnartaktík sem virkaði á ósamstillta Englendinga er ekki líkleg til að virka.“ Í leik Frakka og Íra hafi Frakkar nánast sótt allan leikinn, en Írar náðu óvænt forystu í upphafi leiks. „Þeir sýndu í leiknum hversu hættulegir þeir eru fram á við, ef þeir fá nægan tíma með boltann.

Bent er á að Didier Deschamps landsliðsþjálfari hafi stillt upp afar sóknarsinnuðu liði – í raun spilað leikkerfið 4-2-4. Framherjarnir Oliver Giroud og Antoine Griezmann hafi leikið á köntunum á meðan Dimitri Payet og Kingsley Coman hafi leitt sóknina. Báðir miðjumennirnir, Paul Pogba og Blaise Matuidi, hafi einnig leyft sér að sækja fram á völlinn. „Það verður að teljast líklegt að Deschamps fari eins að gegn Íslandi. Með þessari uppstillingu gengu Frakkar á lagið gegn Írum og voru óheppnir að vinna ekki stærra.

Þessi samantekt Opta sýnir að Austurríkismenn voru stórhættulegir gegn Íslendingum, rétt eins og Frakkar gegn Írum
Sendingar á hættusvæði Þessi samantekt Opta sýnir að Austurríkismenn voru stórhættulegir gegn Íslendingum, rétt eins og Frakkar gegn Írum

Caley bendir á að Englendingar hafi sent boltann sín á milli 473 sinnum í leiknum við Ísland en Frakkar 477 sinnum gegn Írum. Miklu hafi hins vegar munað á gæðum sendinganna og staðsetningu spilsins. „Aðeins 14 enskar sendingar áttu upptök sín eða rötuðu á samherja á miðsvæðinu í sókninni, við miðbik vítateigsins.“ Frakkar hafi á hinn bóginn átt 30 sendingar á því hættusvæði – þar sem leikmaður í hættulegri stöðu sendi á annan leikmann í álíka hættulegri stöðu. „Miklu hærra hlutfall þessara sendinga leiðir til marka en aðrar sendingar – svo sem stungusendingar,“ segir greinarhöfundur.

Sjá einnig: Hér er skýrt hvað við er átt með sendingum á hættusvæði.

Í greininni segir að fram að leiknum við Frakka hafi Írar aðeins fengið á sig 2,3 upplögð marktækifæri að meðaltali í leik. Þeir hafi hins vegar ekkert ráðið við fremstu sex menn Frakka. „Ef Íslendingar velja að leyfa Frökkum að stýra leiknum mun það útheimta gríðarlega varnarvinnu í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester