fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Forsetaframbjóðandi nakinn á Íslandi

Egill Helgason
Föstudaginn 1. september 2017 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski er þetta ekki sérlega fréttnæmt, en franska stórblaðið Le Figaro skýrir frá því á vef sínum að Francois Fillon, frambjóðandi í forsetakosningunum í Frakklandi hafi sést nakinn á Íslandi.

Fillon þótti um tíma sigurstranglegastur í kosningunum, en svo lenti hann í hneykslismálum og tapaði fylgi. Fillon er hægri maður og þykir nokkuð stífur, sést sjaldan án þess að vera í jakkafötum með bindi. Hann var líka forsætisráðherra Frakklands á árunum 2007 til 2012.

Samkvæmt frásögn Le Figaro var hann á ferðalagi á Íslandi, nakinn í sturtuklefa – líklega við Bláa lónið – þar sem frönsk fjölskylda var líka á ferð. Hún bar kennsl á Fillon. Annars fréttist lítið af ferðum hans hér á landi.

Myndbandið með frétt Le Figaro má sjá hér fyrir neðan. Hvað sagði Bob Dylan ekki í laginu:

Even the president of the United States
Sometimes must have to stand naked

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=es7rUw4PyR8

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi