fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Hinn margsaga og svikuli Gove

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 19:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Gove, breski umhverfisráðherrann sem var í heimsókn á Íslandi nú í vikunni, er einhver einkennilegasti stjórnmálamaður Bretlands. Hann var einn af forystumönnum þeirra sem vildu ganga úr ESB og fór þá afar frjálslega með sannleikann. Gove er einn af höfundum þess kosningabragðs að ljúga því að kjósendum að með útgöngu úr ESB myndu Bretar geta sett 350 milljónir sterlingspunda í heilbrigðiskerfið á viku. Það reyndust ekki vera annað en orðin tóm.

Fræg er yfirlýsing Goves úr kosningabaráttunni þar sem hann sagði að Bretar ættu að hætta að hlusta á álit sérfræðinga. Þeir væru búnir að fá nóg af þeim.

Gove þykir líka vera afar svikull, hann var mikill persónulegur vinur Davids Cameron, sem leit á framgöngu hans í Brexit sem svik við sig. Þá studdi Gove Boris Johnson um hríð, Johnson leit á hann sem bandamann, en eftir strax Brexit söðlaði Gove allt í einu um, deyddi vonir Johnsons um að verða forsætisráðherra, og stökk á vagn Theresu May.

Gove ræddi um það í viðtali í Reykjavík að Bretar gætu lært margt af Íslendingum, enda væri Ísland ekki í ESB. Ísland er hins vegar í EES sem er einmitt það sem myndi kallast mjúkt Brexit – reyndar svo mjúkt að það kemur varla til greina í Bretlandi. Ísland leyfir frjálsa för vinnuafls frá ESB og undirgengst vald Evrópudómstólsins, nokkuð sem harðir Brexitsinnar sætta sig alls ekki við.

Héðan fór Gove svo til Danmerkur að ræða við aðila í sjávarútvegi. Þar sagði hann í dag, þvert á fyrri Brexit yfirlýsingar, að skip frá Evrópusambandinu myndu fá að veiða í breskri lögsögu eftir útgönguna úr ESB.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið