fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Glæpsamleg fífl í Hamborg

Egill Helgason
Mánudaginn 10. júlí 2017 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska tímaritið Der Spiegel er ekki myrkt í máli vegna mótmælaaðgerðanna í Hamborg meðan á fundi G-20 stóð. Þar voru unnin mikil eignaspjöll, kveikt í bílum, verslanir voru rændar og fjöldi lögreglumanna slasaðist. Fyrir aðgerðunum stóðu meðal annars anarkistar og svo hópar sem á þýsku kallast autonome.

Það er Stefan Kuzmany sem skrifar greinina í Spiegel og segir að í Hamborg hafi mátt horfa upp á tilgangslausa eyðileggingu. Það sem hafi farið þar fram sé í raun andstæðan við mótmæli.

Hann skrifar að sá sem spilli eigum almennings með þessum hætti sé enginn baráttumaður gegn alþjóðlegri fjármálavæðingu og í raun ekki raunverulegur mótmælandi. Önnur orð eigi við um þetta fólk: Þetta séu glæpsamleg fífl.

 Nein, wer die Bevölkerung in Angst versetzt, deren Anliegen er doch angeblich vertritt, wer deren Eigentum zerstört, obwohl er angeblich für Umverteilung von oben nach unten eintritt, der ist kein Kämpfer gegen die bösen Mächte des globalen Finanzkapitalismus, kein Protestler und kein Demonstrant. Für diese Menschen gibt es eine andere Bezeichnung: Sie sind kriminelle Idioten.

Maður getur svo velt því fyrir sér hvaða áhrif mótmæli af þessu tagi hafa á náunga eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ætli sé ekki líklegt að þeir forherðist frekar en hitt. Réttlætisgangan frá Ankara til Istanbul sem lauk í gær er hins vegar magnaður gjörningur og ber vott um raunverulegt hugrekki.

 

Að taka selfie meðan eldar brenna.

Reiðhjólum varpað á bálkesti.

Mótmælandi í einkennisbúningi. Svört hettupeysa og andlitið hulið með svörtum klút.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna