fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Misjafnlega þétt byggð

Egill Helgason
Laugardaginn 1. júlí 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þennan merkilega samanburð á þéttleika byggðar er að finna á vef Alta, en það er ráðgjafafyrirtæki sem fæst við skipulag og byggðaþróun. Alta bregður upp dæmum um þéttleika byggðarinnar á ýmsum stöðum í höfuðborginni, allt frá 7 íbúðum á hektara upp í 109 íbúðir á hektara. Hér er einbýli í Fossvogi.

 

 

Svo er það blokk við Maríubaug.

 

 

Og loks randbyggð við Brá-, Ásvalla- og Ljósvallagötu. (Tek fram að þarna er ég alinn upp í einhverju fallegasta og gamalgrónasta borgarumhverfi sem þekkist í Reykjavík, þegar ég var krakki þarna var þetta afar fjörugt og barnmargt hverfi. Vandi þess núna er helst að þarna eru of margir bílar að troðast í stæði, en þá var það ekki svo.)

 

 

Mörg fleiri dæmi er svo að finna á heimasíðu Alta.

En almennt má segja, burtséð frá rifrildisumræðu á Íslandi, að þéttleiki borga sé að aukast. Úthverfi eru ekki jafnvinsæl og þau voru áður, ungt fólk vill fremur búa inni í þéttari borgum þar sem er styttra í verslun, þjónustu og skemmtanir. Þetta er alþjóðleg þróun – en það sem gerist náttúrlega um leið er að húsnæðisverð í miðborgum og nærri þeim hækkar, jafnvel þannig að ungt fólk hefur ekki lengur efni á að flytja þangað.

En það fylgist líka að með breyttum búsetuformum – það er miklu algengara en áður að fólk búi aleitt eða leigi til dæmis með vinum. Sums staðar í borgum, til dæmis vestanhafs, eru sjálfar íbúðirnar litlar en farið er að innrétta sameiginleg eldhús, svæði og þakgarða sem íbúarnir geta notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna