fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Theresa May og hugleysið

Egill Helgason
Föstudaginn 16. júní 2017 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varla hefur maður nokkurn tíma séð fjara jafn hratt undan stjórnmálamanni í lýðræðisríki og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún boðaði til kosninga, fullviss um að hún myndi vinna stórsigur. Skilaboðin voru að hún væri svo framúrskarandi traustvekjandi, sterk og stöðug.

En reyndin var önnur en ímyndin. Hún þorði ekki að mæta andstæðingum sínum í kappræðum og þegar hún fór út á meðal kjósenda voru það sérvaldir flokksmenn sem komu til að hitta hana. Þarna fékk hún strax orð á sig fyrir hugleysi.

Þegar hún svo kom fyrir almenningssjónir virkaði hún freðin og fór sífellt með sömu tuggurnar. Það var ekki að finna að hún hefði neina snerpu eða ímyndunarafl. Skilaboðin voru svo einföld að kjósendum fannst hún vera að gera lítið úr sér – eins og þeim væri ekki treystandi til að skilja neitt fyrir utan einföldustu frasa. Það var í raun eins og May hefði ekkert að segja – að hún væri í raun alveg innantóm.

Þetta var í hróplegri andstöðu við Emmanuel Macron í Frakklandi sem hefur freistað þess að útskýra flókin mál fyrir kjósendum.

Áður en May boðaði til kosninganna var hún talin nær ósnertanleg, en nú hafa flestallir snúist gegn henni, meira að segja blöðin sem eru sífellt í móðursýkiskasti og studdu hana ákaft áður. Hún neyðist til að leita til heldur ófélegs stjórnmálaflokks mótmælenda á Norður-Írlandi um stuðning – og setur hugsanlega allt friðarferlið þar í uppnám vegna þessa. May, sem upphaflega var á móti Brexit en gerðist svo talsmaður hins harða Brexit, virðist ekki eiga neina hugsjón í pólitík nema sjálfa sig.

Steininn tekur úr í hinum hörmulega Greenfell bruna í Lundúnum. Þar mætir Theresa May á svæðið umkringd lögregluliði og embættismönnum. Hún talar ekki við íbúana. Henni virðist vera ómögulegt að sýna alvöru samúð eða samkennd. Það er jafnvel talað um að þetta sé hliðstæður atburður á ferli hennar og fellibylurinn Katrina var fyrir George W. Bush. Hún hefur misst alla virðingu og eiginlega engin von að hún endurheimti hana aftur. Þegar May kom í annað sinn á vettvang var baulað á hana og hrópað að hún væri hugleysingi. Þetta er það orð sem nú loðir við hana.

Því var borið við að þetta hefði ekki getað verið öðruvísi af öryggisástæðum. Sú skýring er þó ekki betri en svo að nokkru síðar birtist hin aldraða Elísabet drottning og talaði við íbúana.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki