fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Framrás popúlismans stöðvast í Evrópu

Egill Helgason
Föstudaginn 16. júní 2017 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til þess að framrás popúlistaflokka í Evrópu hafi verið stöðvuð, að minnsta kosti í bili. Emmanuel Macron sigraði Marine Le Pen með yfirburðum í forsetakosningunum í Frakklandi og í fyrri umferð þingkosninga um síðustu helgi tapaði Þjóðfylkingin illa og nær varla nema örfáum þingsætum. Við munum hvernig fór fyrir Geert Wilders í kosningunum í Hollandi og forsetakosningunum í Austurríki. Ukip nær þurrkaðist út í kosningunum í Bretlandi. Um síðustu helgi voru svo haldnar sveitarstjórnakosningar á Ítalíu og þar beið Fimm stjörnu flokkur Beppe Grillo afhroð.

Ein kenningin er sú að þetta sé afleiðing sigurs Donalds Trump í Bandaríkjunum, hann sé eins og blikkandi viðvörunarljós um hvernig geti farið ef popúlistar ná völdum. Einnig er því haldið fram að Brexit í Bretlandi sé áhrifavaldur – bresk stjórnmál eru í algjöru uppnámi vegna Brexit, breska stjórnin virðist ekki vita neitt hvað hún á að gera, og það styrkir hefðbundin stjórnmálaöfl á meginlandinu.

Jean Quatremer skrifar í Guardian og heldur því fram að Brexit sé að bólusetja Evrópubúa gegn popúlisma. Hann hefur reyndar haldið því fram áður að Brexit myndi hafa góð áhrif á ESB. Það sé líka ljóst að Bretar hafi ekkert plan. Ekki plan A, B eða C – enda geti breska stjórnin varla byrjað á samningaviðræðunum um útgöngu úr ESB. Harða Brexit sem Theresa May var farin að boða kemur varla til greina lengur, meirihluti hennar er of naumur til þess. Innan sjálfs Íhaldsflokksins eru æ fleiri sem nú voga sér að fara gegn þjóðernisandanum sem upphófst eftir þjóðaratkvæðagreiðslunnar og tala fyrir mjúku Brexit. May hefur gjörsamlega misst ofurvald sitt á flokknum.

En hvað er þá til ráða? Quatremer nefnir tyrknesku leiðina en það er tollabandalag, norsku leiðina sem er Evrópska efnahagssvæðið (þar sem Ísland er aðili) og svissnesku leiðina sem eru tvíhliða samningar.

Allar þessar leiðir fela í sér framsal á valdi til Evrópusambandsins án þess að breska stjórnin geti haft áhrif á það sem þar fer fram. Hún verður ekki lengur við samningaborðið. Við þekkjum það hér á Íslandi með EES samninginn. Bretar með sína áherslu á sérstöðu höfðu mjög mikil áhrif innan ESB – og oft fór það verulega í taugarnar á meginlandsþjóðunum. Það segir sína sögu eftir ófarir May í kosningunum um daginn að hún stóð við hlið Macrons Frakklandsforseta, sem sagði við hana að dyrnar væru opnar meðan samningaviðræðunum væri ekki lokið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna