fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Í fatahengi Gunnars

Egill Helgason
Mánudaginn 12. september 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég setti eftirfarandi tilkynningu á Fésbókina síðdegis í gær:

Þetta eru frekar pínleg minnisglöp. Snemma í vor var ég í upptöku einhvers staðar í bænum og gleymdi frakkanum mínum, dökkgráum ullarfrakka. Nokkru seinna hringdi í mig kona og sagði að frakkinn væri á ákveðnum stað í bænum. Ég var á leið til útlanda og gat ekki sinnt þessu. Nú er ég búinn að gleyma hvaðan konan hringdi – og þ.a.l. hvar frakkinn er. En það væri gott að fá hann fyrir veturinn.

Aðeins fjórum mínútum síðar skrifar Jón Hjartarson, svona er Fésbókin áhrifaríkur miðill:

Sæll Egill. Ragnheiður kona mín segir að hann hangi inn á Dyngjuvegi hjá RSÍ.

RSÍ er skammstöfun fyrir Rithöfundasamband Íslands. Það er staðsett í húsi Gunnars Gunnarssonar rithöfundar (sem við fjöllum síðar um í Steinsteypuöldinni).

En frakkinn hefur semsagt verið í fatahengi Gunnars.

Það er eitthvað í þessu sem minnir á sögu eftir Braga Ólafsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu