Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar mjög athyglisverða grein um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum í ljósi þeirrar staðreyndar að engin þjóð í heiminum notar stærra hlutfall endurnýjanlegrar orku. Hann spyr hvort skynsemi ráði för í loftslagsstefnu íslenskra stjórnvalda, eða hvort þau hafi bara sett sér markmið sem hljóma vel:
— — —
„Til að gera langa sögu stutta er satt að segja mikil óvissa um að unnt verði að standa við þau markmið að minnka losun hér verulega innan tíu ára eða svo. Nema þá a.m.k. með mjög umtalsverðum auknum skattaálögum. Þar að auki er vert að minnast þess að losunarheimildir hafa fjárhagslegt verðmæti. Íslands hefur þá sérstöðu að nota ekkert kolvetniseldsneyti til rafmagnsframleiðslu, meðan flest önnur ríki eru að framleiða 70-90% af rafmagninu sínu með kolvetnisbruna. Það er sérkennilegt að nýta ekki þessa sérstöðu og setja okkur þess í stað í sama flokk eins og kolsvartar kolaþjóðir Evrópu. Þó svo Íslendingar aki um á bílum og geri út fiskiskip er varla réttlætanlegt að við eigum að sætta okkur við jafn takmarkaðar losunarheimildir eins og þjóðir sem byggja velmegun sína og kolvetnisbruna.“
Greinin er í heild sinni hérna.