fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Mjólkureinokun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. desember 2009 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Mjólku séu varhugaverð. KS er líka hluthafi í Mjólkursamsölunni. Þannig bítur þetta allt í skottið á sér; einokunin á mjólkurvörumarkaði er nær algjör.

Mjólka hefur svosem ekki verið neitt stórfyrirtæki, Mjólkursamsalan hefur þetta allt í hendi sér. Hún hún hefur lengi komist upp með að kúga þá fáu sem hafa látið sér detta í hug að keppa við hana. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, þekkir þá sögu manna best. Frammistaða Samkeppniseftirlitsins hefur heldur ekki verið til að hrópa húrra fyrir.

En nú vill Samkeppniseftirlitið láta festa í lög að hægt sé að skipta mjólkurafurðastöðvum upp.  Búvörulög fara hins vegar í þveröfuga átt sem og landbúnaðarráðuneytið sem hefur verið eins konar útibú frá Bændasamtökunum, þjónustuaðili fyrir sérhagsmuni – eins og kemur fram í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins.

Annars er Kaupfélag Skagfirðinga merkilegt fyrirtæki. Því er stjórnað af Þórólfi Gíslasyni, þekktum manni í íslensku viðskiptalífi. Það hefur vakið athygli að í Skagafirði eru engar Bónusbúðir, ólíkt því sem gerist annars staðar á landinu. Hins vegar selur Kaupfélag Skagfirðinga Bónus reiðarinnar býsn af kjötvöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig