fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ráðgátan um ástarbréfin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. desember 2009 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástarbréf Seðlabankans svokölluð hafa í raun furðu lítið verið rædd miðað við umfang málsins, því ljóst er að þarna hafa stórar fjárhæðir tapast, í kringum 300 milljarðar króna.

Gauti B. Eggertsson ræðir í nýjum pistil upplýsingar sem birtast í bók Styrmis Gunnarssonar. Þær benda til þess að þessi miklu veðlán frá Seðlabankanum til stóru bankanna í gegnum minni fjármálastofnanir hafi verið veitt þrátt fyrr að Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, hafi snemma vors 2008 hringt ævareiður í seðlabankastjóra vegna þess að íslenskir bankar væru að reyna þessháttar aðferðir til að ná peningum út úr Evrópska seðlabankanum.

Þau viðskipti stöðvuðust – en bankarnir héldu áfram að sækja fjármagn með þessum hætti í Seðlabanka Íslands.

Gauti telur að furðu sæti að þessi viðskipti hafi fengið að viðgangast þegar áhættan átti að vera ljós.

En kannski má velta fyrir sér öðru? Hvort bankinn vissi um áhættuna, en ákvað samt að dæla þessu fjármagni eftir þessum leiðum inn í bankakerfið, að þetta hafi verið björgunartilraun, í von um að yrði viðsnúningur – að þetta myndi reddast?

Penni sem nefnir sig Seiken skrifar um þetta hér í athugasemdakerfinu:

Ég held mig við þá kenningu að aðgerðir stjórnvalda fyrir hrun hafi verið skipulögð tilraun til þess að bjarga bankakerfinu um peninga sem var ómögulegt að fá annars staðar. Ég held að ástarbréfin séu skýrt dæmi um þetta. Gauti er eiginlega að segja að þetta hafi verið skussaskapur og vankunnátta af hálfu SÍ, en ég held að þetta hafi verið gert af yfirlögðu ráði og alls ekki af illum hug eða einfeldni. Ég giska á að SÍ hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni en að reyna þessa björgun og vona að lánalínur myndu opnast fyrir rest.

Ef ég man rétt þá kemur það fram í bók Styrmis að Landsbankamenn hafi farið fram á risastórt leynilegt lán einhvern tímann árið 2008. Lán sem almenningur átti ekki að frétta af því það myndi setja bankann endanlega á hausinn. Hvað eru ástarbréfin annað en ákveðin útfærsla á leynilegu láni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig