fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Jón Bö, spænska borgarastríðið og ferðabækur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. desember 2009 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

jon_forsida

Meðal gesta í Kiljunni í kvöld er öldungurinn, skólamaðurinn og sagnaþulurinn Jón Böðvarsson. Guðrún Guðlaugsdóttir hefur skráð ævi Jóns, sem líklega er þekktastur fyrir hin vinsælu námskeið um Njálu sem þúsundir Íslendinga hafa sótt. Jón segir líka frá afskiptum sínum af pólitík, þegar hann ungur maður stóð á Austurvelli 30. mars 1949 og breyttist úr heimdellingi í sósíalista.

Kristinn R. Ólafsson í Madrid rýnir í Orrustuna um Spán eftir Anthony Beevor, en þar er sögð hin dramatíska saga spænska lýðveldisins og borgarastyrjaldarinnar hræðilegu á Spáni 1936-1939.

Runólfur Ágústsson og Huldar Breiðfjörð segja frá ferðabókum sínum, Runólfur fór alla leið til Tasmaníu á slóðir Jörundar hundadagakonungs en Huldar til frænda okkar í Færeyjum.

Bragi er á sínum stað, en Kolbrún og Páll fjalla um nýjar bækur eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Ólaf Hauk Símonarson og rit Jóns Karls Helgasonar um Ragnar í Smára.

14462DA0-A324-F122-0DA7ECE6D019876A

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig