Eftir bréf sem ég birti frá lesanda fyrr í dag efuðust einhverjir um að til væru lög sem næðu yfir þá sem stofnuðu til Icesave skuldbindinganna sem lenda væntanlega á íslenskum almenningi.
En það mætti athuga 249. grein hegningarlaga:
249. gr. Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.