Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson hefur sett merkilega íslenska heimildarmynd á vefinn hjá sér.
Þetta er myndin Íslands þúsund ár eftir Erlend Sveinsson, merkan frumkvöðul í íslenskri kvikmyndamenningu. Myndin er frá 1997 og lýsir sjóróðri á árabát, fyrir tíma tæknialdar.
Ekki úr vegi fyrir þá sem hafa verið að lesa Jón Kalman og lýsingar hans á lífi íslenskra sjómanna að horfa á þetta.
Myndina má sjá með því að smella hérna.