Ólafur Ragnar segir að Obama skorti reynslu.
Ólaf vantar ekki reynsluna, hann byrjaði ungur að klifra hinn pólitíska metorðastiga í ýmsum stjórnmálaflokkum.
Vandi hans er örugglega ekki reynsluleysið heldur að hann er eins og autt blað, tabula rasa.
Hann hefur í raun aldrei staðið fyrir neitt.
Og þess vegna er hann veikur fyrir því að stökkva á hluti eins og útrásina – og að nokkru leyti loftslagsbreytingar. Hann er tilvalinn félagsskapur fyrir mann eins og Al Gore sem hefur á einstakan hátt náð að sameina hugsjónastarf og viðskipti – berjast fyrir málefni og græða á því í leiðinni.
Eitthvað innihald verða forsetar að hafa.
Það þarf að skrifa á blaðið
Ólafur sagði um daginn að útrásarvíkingarnir hefðu misnotað forsetaembættið.
Vegna þess að Ólafur getur ekki finnur ekki merkingu í sjálfum sér eða í stjórnmálaferli sínum, reyndist það þeim sérlega auðvelt.