fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Innherjar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. október 2010 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er hérumbil alveg hættur að sjá Viðskiptablaðið sem er miður – ég hef haft pata af því að það hafi batnað mikið eftir að blaðið fékk alvöru ritstjóra, ekki bara mann með pólitískt agenda, og nokkra ágæta blaðamenn sem yfirgáfu Morgunblaðið.

Ef marka má þennan pistil Jóhanns Haukssonar er forsíðuefnið í Viðskiptablaðinu þessa vikuna mjög merkilegt.

Blaðamaður þaðan, Magnús Halldórsson,  hefur fylgst með réttarhöldum í máli Baldurs Guðlaugssonar, Jóhann segir svo frá:

„Með frétt sinni í Viðskiptablaðinu sl. fimmtudag lyfti Magnús lokinu af ormagryfju. Í réttarsalnum fékk hann greinargerð um vitnisburð margra úr innsta hring mánuðum, jafnvel misserum áður en bankarnir hrundu.

Hvað kom fram í réttarsalnum?

Í fyrsta lagi að til eru fundargerðir sem bera þess vitni að saman sátu á Baldur, Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins og fleiri á fundum í samráðshópi um fjármálastöðugleika mánuðum fyrir bankahrun með innmúraðar upplýsingar um dauðvona Landsbanka og grafalvarlega fjárþröng allra bankana.

Í öðru lagi að Baldur, sem seldi hluti sína í Landsbankanum 18. og 19. september 2008 fyrir 192 milljónir króna – kortéri fyrir hrun – , hafði þegar í lok júlí látið bóka á umræddum samráðsfundum að það yrði banabiti bankanna ef þær upplýsingar, sem hópurinn bjó yfir, yrði á almanna vitorði.

Tryggvi Pálsson, þrautreyndur bankamaður og yfirmaður í Seðlabankanum, sagði í þriðja lagi, að alla tíð og alltaf hafi samráðshópurinn fjallað um innherjauppýsingar sem haft gátu úrslitaáhrif á verðmæti hlutabréfa í bönkunum. Það merkir að hópurinn var með upplýsingar í höndum sem lögum samkvæmt var skylt að birta öllum almennum hluthöfum í kauphöll þannig að allir hefðu þeir jafna aðstöðu til að bregðast við upplýsingunum og bjarga eigin skinni eins og vera ber.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans