fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

ESB og bændaforystan

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. október 2010 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingimundur Bergmann, bóndi og vélfræðingur, skrifaði grein um bændaforystuna og Evrópusambandið í Fréttablaðið í síðustu viku. Í greininni segir meðal annars:

— — —

„Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska, er að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur fyrrnefnds bréfs læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyting á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt.  Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerfinu íslenska og er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru.

Bændaforustan hefur barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið með oddi og egg og beitt þar fyrir sig ýmsum rökum sem fæst standast skoðun ef að er gáð. Það er öllum ljóst að landbúnaður er stundaður í löndum Evrópusambandsins allt frá Miðjarðarhafi og norður til Finnmerkur. Undirritaður dvaldi í austurrískri sveit á dögunum og sá þá með eigin augum hve landbúnaður dafnar þar vel og ekki síður hitt, hve frelsi austurrískra bænda er á ýmsum sviðum meira en  íslenskra.

Afurðir sínar selja þeir beint til neytenda, ef þeim sýnist svo, hvort heldur um er að ræða kjöt, kartöflur, egg eða mjólk og mjólkurafurðir svo sem osta sem þeir framleiða sjálfir á búum sínum. Vafalaust er það allt undir eðlilegu heilbrigðiseftirliti og þess gætt að rétt og vel sé farið með vöruna, en ekki stunduð sú ofstjórn sem sjálfsögð þykir hér á landi.

Í málflutningi sínum hefur BÍ meðal annars haldið því fram að tryggja verði matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar og talið að það verði best gert með því að halda Íslandi utan við ESB. Það er svo gjarnan látið fylgja með: að ef samgöngur til landsins einhverra hluta vegna stöðvist, þá sé gott að eiga matvælaframleiðslu sem duga muni þjóðinni í slíkum þrengingum.

Málflutningur af þessu tagi stenst ekki skoðun. Ef svo færi að samgöngur til landsins stöðvuðust, þá háttar þannig til að eitt það fyrsta sem færi úr skorðum er landbúnaðurinn. Ekki yrði flutt inn korn, olía, vélar, né varahlutir til þeirra. Engin áburðarverksmiðja er í landinu og víst er að ekki kæmi áburður til landsins án samgangna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum