Það gengur á með stórum málum. Meira að segja gæti það farið svo að landsdómsmálið verði gleymt í bili í næstu viku, þrátt fyrir hitann undanfarna daga.
Því það er ljóst að fjárlagafrumvarpið sem verður kynnt eftir helgina verður óvenju þjáningarfullt. Það er gert ráð fyrir 30 milljarða niðurskurði á fjárlögum.
Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um 6 prósent en útgjöld til annarra málaflokka um 9 prósent.
Það sker líka í augu hversu mikið ríkið þarf að fara að borga í vaxtagjöld. Þau stefna í að fara yfir 100 milljarða króna á ári.
Árið 2011 verður semsagt að mörgu leyti erfitt. Leiðinlegt að þurfa að segja það.