fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Ömurleg stjórnmál í Bandaríkjunum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. september 2010 00:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víðar en á Íslandi að stjórnmálin eru í ömurlegu ásigkomulagi.

Timothy Garton Ash skrifar um pólitíkina í Bandaríkjunum. Hann vitnar í bandarískan hershöfðingja sem sagði að mesta ógn sem steðjaði að ríkinu væru skuldir.

Bandaríkjamenn hafa einblínt á íslamska hryðjuverkamenn og Írak. Garton-Ash segir að sigurvegari Íraksstríðsins sé Íran og að sigurvegari stríðsins gegn hryðjuverkum sé Kína.

Kínverjar skjótast fram á mörgum sviðum, það eru lagðar nýtískulegar járnbrautir milli borga í landinu meðan samgöngukerfinu í Bandaríkjunum hnignar og hið opinbera skólakerfi er í niðurníðslu.

Á meðan einkennast bandarísk stjórnmál af hatri og illindum og peningaöflin hafa heljartak á þingmönnum.

Garton-Ash segir að bestu hliðar bandarísks samfélags sé nú að finna í Sílíkondal í Kaliforníu þar sem fólk úr öllum heiminum kemur og þróar nútímatækni, verstu hliðarnar sé hins vegar að finna í Washington.

Hann vitnar í öldunginn Zbigniew Brzezinski, fyrrum öryggisráðgjafa Jimmy Carter, sem segir að þörf sé á þjóðlegri endurreisn í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi