fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Almenn ábyrgðarfælni

Egill Helgason
Föstudaginn 24. september 2010 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalviðkvæði hrunpólitíkusa þessa dagana er að það hafi ekki verið hægt að gera neitt til að bjarga íslensku efnahagslífi eftir 2006 – og því hafi verið í lagi að aðhafast ekkert. Einkum heyrir maður þennan málflutning úr röðum Samfylkingarinnar.

En auðvitað er þetta ekki satt. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir Icesave, það hefði verið hægt að setja hæfa menn til að stjórna Seðlabankanum, það hefði verið hægt að koma í veg fyrir gjaldþrot bankans, það hefði verið hægt að grípa í taumana í bönkunum þar sem eigendurnir völsuðu um, dældu peningum út í eigin þágu og notuðu alls konar brögð til að halda uppi hlutabréfaverði. Það hefði verið hægt að þekkjast boð um aðstoð sem bárust frá útlöndum, meðal annars frá breska seðlabankanum og  það hefði verið hægt að standa við samkomulag sem var við norræna seðlabanka í tengslum við gjaldeyrisskiptasamninga í maí 2008.

Þegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn 2007 hafði hún í farteskinu skýrslu eftir Jón Sigurðsson þar sem var fjallað um ýmsar hættur í fjármálakerfinu. En eftir stjórnarmyndunina var eins og þetta plagg gleymdist – forystumenn flokksins voru svo yfir sig ánægðir að vera loks komnir í stjórn og fá smá kredit fyrir Ísland útrásarinnar.

Svo er líka spurning hvort ekki sé ámælisvert að stjórnmálamenn og embættismenn skrökvi. Það var hvað eftir annað logið upp í opið geðið á þjóðinni að allt væri í himnalagi – fólk gerði sín plön í samræmi við það, keypti hús og bíla, tók lán, en svo kemur í ljós að ráðamenn vissu betur, þeir voru bara að reyna að fegra myndina fyrir landsmönnum og umheiminum.

En það er eiginlega alveg makalaust hvað menn vilja lítið kannast við það að bera ábyrgð í þessu landi. Það er eins og allir séu á harðahlaupum undan henni.

Og nú virðist manni að sé í uppsiglingu stórsókn í Davíðsarmi Sjálfstæðisflokksins til að sannfæra fólk um að Davíð Oddsson og félagar hafi í raun ekki verið við völd í landinu, heldur hafi Baugur í raun verið búinn að ræna völdunum. Þetta má lesa í nýju hefti tímaritsins Þjóðmála og í bók sem er væntanleg frá Birni Bjarnasyni og er kynnt í ritinu.

Baugur var vissulega til mikillar óþurftar í íslensku samfélagi með verslunareinokun sinni og ítökum í fjármálakerfinu, en samsæriskenningarnar sem er veifað til að komast undan ábyrgð eru orðnar ansi trylltar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi