fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Borgaralega sinnaðir?

Egill Helgason
Föstudaginn 24. september 2010 00:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari frétt er talað um að borgaralega sinnaðir menn ætli að stofna hreyfingu og þjappa sér saman.

En hvað er að vera borgaralega sinnaður?

Maður hefði skilið þetta fyrir sirka þrjátíu árum þegar Sovétríkin voru ennþá til og hin pólitíska barátta var dálítið öðruvísi. Þá voru menn borgaralega sinnaðir eða verkalýðssinnaðir.

En núna – hópurinn sem þarna er nefndur til sögunnar hefur aðallega þá pólitík að vera mjög mikið á móti Evrópusambandinu.

En Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess er að megninu til stjórnað af „borgaralegum“ stjórnmálamönnum.

Hægri menn – borgaralega sinnaðir – eru við völd í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi, já víðast hvar nema á Spáni og í Grikklandi. Í engum þessara ríkja eru uppi nein áform um að ganga úr Evrópusambandinu,

Svo er það Noregur þar sem er við völd vinstri stjórn. Það eru engar líkur á að Noregur gangi í ESB í bráð. En sá stjórnmálaflokkur í Noregi sem hefur verið hlynntastur aðild að ESB er Höyre, sem er hinn hefðbundni hægriflokkur, eins konar systurflokkur Sjálfstæðisflokksins.

Önnur hugsjón þessa hóps er að ekki verði hróflað við kvótakerfinu. Hvort það telst borgaralegt  er umdeilanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi