fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Jón Þórisson: Ógeðslegt þjóðfélag, engin prinsipp, engar hugsjónir, bara tækifærismennska?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. september 2010 23:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson, einn forsvarsmanna átaksins orkuaudlindir.is sendi síðunni þennan pistil:
— — —

Sæll Egill,

Fyrr í vikunni birtir þú fyrir mig pistil undir fyrirsögninni: Magmamálinu er ekki lokið. Í pistlinum vitnaði ég ítarlega í skýrslu Magmanefndarinnar og sjálfsagt hefur það verið í of löngu máli, því aðeins einn lesandi síðunnar sá ástæðu til þess að kommentera! Allavega vona ég að þetta sé ástæðan, því efnið gefur svo sannarlega tilefni til skoðanaskipta. Ég trúi því  ekki að lesendur þínir sé orðnir svo dofnir og sinnulausir af þessu ógeðslega samfélagi að þeir hafi gefist upp á að bæta það.

Eða hvað finnst lesendum um eftirfarandi tilvitnanir í skýrlsu Magmanefndarinnar?

„Þau umskipti í íslenskum orkuiðnaði sem urðu með einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja hf eru sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að ekki er nóg með að orkulindirnar sem starfsemi fyrirtækisins byggir á hafi verið í sameign, þ.e. í eigu sveitarfélaganna á svæðinu og ríkisins, heldur hefur sú þekking sem er forsenda hagkvæmrar nýtingar þeirra verið byggð upp sem samfélagslegt verkefni.

Við það að yfirráð yfir náttúrulegum auðlindum flyst úr landi færist umtalsvert efnahagslegt vald úr landi og með því pólitískt vald. Á sama tíma minnka möguleikar samfélagsins til að hafa hemil á misskiptingu þess auðs sem verður til í samfélaginu.

Um leið og stærri virkjanir komast í eigu erlendra aðila, þá opnast sá möguleiki að samningar um orkusölu til stóriðju verði í meginatriðum samningsatriði milli erlendra aðila og staða Íslendinga yrði líkari stöðu áhorfenda en leikmanna í slíkri framvindu. Jafnframt er sú hætta fyrir hendi að í auknum mæli myndu hagsmunir erlendra stórfyrirtækja verða ráðandi við uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar, bæði orkuvinnslu og stóriðju. Þótt erlend fjárfesting sé jafnan talin jákvæð fyrir efnahagslíf þjóðar þá geta hin jákvæðu áhrif verið skammvinn og sé til lengri tíma litið kann erlend fjárfesting að leiða til skertra kjara fyrir hið staðbundna samfélag“.

Þarf ekki að ræða þetta eitthvað frekar?

Eða ætlum við að gefast upp og láta orð Styrmis Gunnarssonar vera grafskriftina yfir efnahagslegu sjálfstæði okkar?

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást