fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Svívirðilegt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. september 2010 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV skrifar um mál barasilísku konunnar Jussanam de Silva sem á að vísa úr landi vegna þess að hún skildi við eiginmann sinn, Íslending. Þar með fyrirgerði hún rétti sínum til að búa á Íslandi í augum Útlendinga- og Vinnumálastofanana, hún færi ekki endurnýjað atvinnuleyfi, þrátt fyrir að hafa vinnu og þrátt fyrir að hafa búið hér í nokkur ár. Hún hefur varið tíma og kröftum í að byggja upp líf hérna.

Ég ætla bara að segja eins og er – mér finnst þetta svívirða.

Hingað hefur komið fjöldi fólks frá löndum utan EES til að starfa – margir hafa reyndar horfið á braut í kreppunni. Mikið af þessu fólki vinnur lægst launuðu og lélegustu störfin sem eru í boði á Íslandi. Oftast er það af mikill samviskusemi. Það er til dæmis alþekkt á spítölum hversu góðir starfskraftar Asíubúar eru upp til hópa. Og þeir ganga í störfin sem Íslendingar vilja helst ekki vinna.

En nú, ef það verður fyrir einhverjum skakkaföllum, gengur maður undir mann í kerfinu að koma því úr landi.

Máli Jussanam hefur verið áfrýjað til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Þar situr Ögmundur Jónasson. Hann hlýtur að breyta þessari ákvörðun undireins. Um leið þarf hann að taka þessi mál til gagngerrar endurskoðunar – því mál Jussanam er svo fjarri því að vera einstakt. Því miður er nokkur fjöldi innflytjenda sem lifir milli vonar og ótta eins og hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Svívirðilegt

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist