fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Stjórnmálastéttin þarf ekki að kvarta

Egill Helgason
Mánudaginn 20. september 2010 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rætt um hversu skelfilegar ofsóknir það væru ef nokkrir fyrrverandi ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm.

Staðan er nú samt þannig að stjórnmálastéttin íslenska hefur sloppið býsna billega frá algjöru hruni efnahagslífsins.

Geir Haarde, Árni Matt og Ingibjörg Sólrún hurfu af þingi – annað var tæplega hægt.

Björgvin G. bíður eftir því að komast inn á þing aftur.

Annars hefur enginn alþingismaður sagt af sér  nema Steinunn Valdís – en það var ekki fyrr en hún var búin að þráast lengi við.

Svo er það Halldór Ásgrímsson sem enn er í fínu djobbi sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og Davíð Oddsson sem situr á Morgunblaðinu með ofureftirlaunin sem hann lét samþykkja fyrir sjálfan sig. Eins og einhver sagði þurfti að fjarlægja hann með krana úr Seðlabankanum.

Jóhanna og Össur sem sátu í hrunstjórninni eru í fínustu ráðherraembættunum.

Þetta teljast tæplega miklar ofsóknir, þótt pólitíkusarnir kveinki sér sjálfir.

Það eru tugþúsundir Íslendinga sem þurfa að súpa seyðið af vanhæfni og óstjórn þessa fólks í snarversnandi lífskjörum, atvinnuleysi, skerðingu á eftirlaunum og ellilífeyri, hækkuðu lyfjaverði, versnandi heilbrigðisþjónustu, verðbólgu og skuldafargi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni