Meðal gesta í Silfri Egils á morgun verður bandaríski hagspekingurinn og fyrirlesarinn Chris Martenson – hann er fjarskalega áhugaverður viðmælandi.
Martenson hefur vakið heimsathygli fyrir efni sem hann hefur tekið saman um nútímahagkerfið undir nafninu The Crash Course. Í röð stuttra fyrirlestra útskýrir Martenson fyrirbæri eins og fjármálabólur, tilurð peninga, skuldasöfnun og hagvöxt.
Efnið setti Martenson á netið þar sem milljónir manna hafa horft á það, enda útlistanir hans fjarska greinargóðar – kannski ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt með að ná endum saman og skilja ekki alveg hvernig hagkerfið virkar í alvörunni. Martenson talar mannamál – og lætur ekki glepjast af fagurgala stjórnmálamanna og bankamanna.
Martenson hefur meðal annars verið gestur í þætti Oprah Winfrey.
Vefsíðu Chris Martenson má finna með því að smella hér.