fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Landsdómur að fara út um þúfur?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. september 2010 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er Ingibjörg Sólrún að ávarpa þingflokk Samfylkingarinnar í kvöld. Spurning hvort það ef við hæfi – og hvort Geir Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðarson eigi ekki að fá að gera að líka. Þingmenn Samfylkingarinnar munu þurfa að greiða atkvæði um hvort þeir fari fyrir landsdóminn.

Landsdómur á sér vissulega stoð í lögum og það er í raun eðlilegt að þingmannanefndin skuli leggja til að hann sé kvaddur saman, en eins og staðan er sýnist manni að þessi málatilbúnaður sé að fara út um þúfur. Alþingi er ekki að ráða við málið. Ef þetta heldur svona áfram er hætt við að landsdómurinn verði bastarður.

Margt hefur verið ágætlega rannsakað í tengslum við hrunið, skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var til fyrirmyndar – og þingmannanefndinni sem rýndi í hana tókst að draga margar skynsamlegar ályktanir af henni.

En það er líkt og það falli allt í skuggann af landsdóminum. Kannski hefði verið betra að þingið setti á stofn einhvers konar sannleiks- og sáttanefnd – sem myndi þá getað kallað fyrir aðalleikarana i hruninu í opinberar yfirheyrslur.

Og þá ekki bara þau fjögur, Ingibjörgu, Geir, Árna og Björgvin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar