Einatt má finna tilvitnun í Halldór Laxness sem hittir í mark. Illugi gróf upp þennan texta úr Íslandsklukkunni:
„Hafi nokkur dæmt Íslendinga frá þeirra æru þá eru það þeir sjálfir, ma chére madame … Íslendingar láta aldrei steini óvelt til að sanna að sú lagagrein sem þeir eru dæmdir eftir sé úr bálki sem einhver norskur kóngsbjálfi nam úr gildi fyrir mörgum hundruðum ára; eða fari í bág við einhver gildi fyrirmæli úr þeirra gömlu hundheiðnu statútum Grágás. Þeir segja þau lög ein gildi hjá sér sem sýkna þá af öllum glæpum.“