Áhugamenn um trúleysi hljóta að fagna þessa dagana, og ekki bara vegna þess að þjóðkirkjan er í vandræðum.
Út er komin í íslenskri þýðingu bókin The God Delusion eftir Richard Dawkins, eitt áhrifamesta rit síðustu ára, nefnist á íslensku Ranghugmyndin um guð.
Og svo er Úlfar Þormóðsson, eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast, búinn að gefa út bókina Þú sem ert á himnum, en þar rýnir hann í Biblíuna – og örugglega ekki með augum trúmanns.