fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Samstarf við Kína á hærra plan

Egill Helgason
Mánudaginn 13. september 2010 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessa grein:

— — —

Nú skýst upp enn eitt fréttaflóðið um mögulegt samstarf Íslands og Kína.  Fréttir sem virðst að mestu samdar á skrifstofu forsetaembættisins.  Stundum skiptir skrifstofan um gír og skellir á okkur mögulegum samstarfsfréttum við Indland.  Lýsingar eru samdar um gríðarlegar fjárfestingar (í þessu tilfelli Kínverja) og ekkert sparað í gleðinni.   Í dag skal setja samstarf okkar við Kína á annað plan.

Athyglivert er að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga sjálfra.  Ég þekki þá af því (giska 70% þeirra) að fjargviðrast yfir mögulegu samstarfi við ESB.  Þar er fullveldið í stórkostlegri hættu, og mér skilst að ESB muni éta okkur með húð og hári.

En viðbrögð Íslendinga við mögulegu „samstarfi“ við Kína, einræðisríki með íbúafjölda sem er kannski milljónfaldur, eða Indverja sem eru kannski fimmhundruðþúsund sinnum stærri en við með stjórnkerfi og mannréttindi sem er ekki upp á marga fiska, ja okkur finnst þetta bara fínt!  Bara assgoti flott!  Engin umræða um fullveldið, eða að við verðum gleyptir með húð og hári af einhverjum útlendingum.  Nei, þetta ógnar ekki hinni vitru íslensku þjóðarsál.

Við greiningu á hinni íslensku þjóðarsál er gott að hafa útlenskan frasa í huga:  Stop making sense out of nonsense!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS