Jón Bjarnason segir að nauðsynlegt hafi verið að hækka tolla til að vernda íslenska framleiðslu eftir hrun.
En var það samt ekki svo að krónan hrundi – erlend aðföng og innfluttur varningur hækkaði í verði? Ferðalög Íslendinga til útlanda nánast lögðust af um tíma.
Og þess utan eru í gildi gjaldeyrishöft.
Maður er meira að segja farinn að sjá gamlar íslenskar sælgætistegundir í búðum aftur – það er orðið hagkvæmt að framleiða þær á nýjan leik? Nú bíður maður bara eftir Malta-súkkulaðinu.
En hjá Jóni snýr þetta allt öfugt.