fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Minnihlutastjórn eða þriggja flokka stjórn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. ágúst 2010 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður æ betur ljóst að ríkisstjórnin sem nú situr er einhvers konar blendingur af minnihlutastjórn og þriggja flokka stjórn.

Meira að segja ráðherra í ríkisstjórninni er kominn í bullandi stjórnarandstöðu, mætir ekki á ríkisstjórnarfund og gefur þá skýringu að hann sé á fundaferð úti á landi.

Það var á Snæfellsnesi – þaðan er tveggja tíma akstur í bæinn.

Það sem gæti gerst er að tillaga um að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dregin til baka yrði borin fram á Alþingi.

Þriðji flokkurinn í ríkisstjórninni, Ögmundarflokkurinn, myndi greiða atkvæði með þessu: Ögmundur, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gislason og kannski Guðfríður Lilja.

Þetta gæti þýtt að ríkisstjórnin félli – líklegt er að Samfylkingin muni hóta stjórnarslitum vegna þessa og reyna að koma ábyrgðinni á falli ríkisstjórnarinnar yfir á VG.

Það er samt ekki víst að tillagan yrði samþykkt, því innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru þingmenn sem gætu greitt atkvæði á móti – þá líklega Siv Friðleifsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Birkir Jón Jónsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Það er ekki óhugsandi að þeir yrðu fleiri – það er til dæmis ekki víst hver afstaða Hreyfingarinnar yrði.

Í þessu tilviki myndi stjórnin virka eins og minnihlutastjórn sem þarf að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðu. Það er raunar alþekkt fyrirkomulag á Norðurlöndunum – sumir segja að þetta gæti meira að segja virkað þroskandi fyrir íslensk stjórnmál.

Enn er talað um að nauðsynlegt sé að kippa Ögmundi Jónassyni inn í ríkisstjórnina til að lægja öldurnar. Eins og staðan er virðist manni ekki þurfa meira til að skapa krísu í stjórnarherbúðunum en að einhver blaðamaður Moggans taki upp símann og hringi í einhvern úr Ögmundarflokknum. En hvaða ráðuneyti gæti hentað Ögmundi? Varla færi hann í heilbrigðismálin aftur, það er hefð fyrir því að löglærður maður sitji í dómsmálaráðuneytinu og varla verða dyr viðskiptaráðuneytisins opnaðar fyrir honum.

Hann gæti náttúrlega orðið landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í staðinn fyrir Jón Bjarnason, en kannski væri ráðuneytið sem hentaði honum best félagsmálaráðuneytið – og þá væri hægt að setja hinn lánlausa Árna Pál Árnason á annan stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu