Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, var þekktur undir nafninu Herra 10 prósent þegar hann var eiginmaður Benhazir Bhutto heitinnar. Það var vegna spillingarmála sem tengdust honum og klíkubræðrum hans.
Nú er hann forseti landsins og það er jafnvel farið að kalla hann Herra 20 prósent. Hann er semsagt farinn að selja sig dýrar.
En þetta er ein ástæðan fyrir því að svo erfitt er að bjarga nauðstöddum eftir flóðin miklu í Pakistan. Menn óttast – og sá ótti er ekki ástæðulaus – að sama og ekkert af hjálpinni rati til þeirra sem þurfa á henni að halda.
Auðvitað er þetta þyngra en tárum taki, því hörmungarnar eru miklar.