fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Bang bang kommúnisti!

Egill Helgason
Mánudaginn 23. ágúst 2010 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kær nágranni fjölskyldu minnar í Ásvallagötu var Stefán Karlsson handritafræðingur.

Stefán hafði búið í Kaupmannahöfn og þegar hann flutti til Íslands um 1970 fór hann ferða sinna á reiðhjóli.

Það þótti skrítið í þá daga.

Stefán kom einu sinni í sjónvarpið og sagði frá því að börn hefðu gert hróp að sér. Þau kölluðu:

„Bang bang kommúnisti bang bang!“

Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og maður verður æ sjaldnar var við að sett sé samasemmerki milli kommúnisma og hjólreiða.

Meira að segja íhaldsmaðurinn Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, er ákafur hjólreiðamaður. Öldungardeildarþingmaðurinn Ron Paul hjólar líka.

Einstaka sinnum sér maður þessu þó bregða fyrir, til dæmis í þessum pistli. Þar er reyndar athyglisvert að sjá hver er í  hlutverki kommúnistans, en það er enginn annar en hjólreiðamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu