Hitti mann í dag sem hefur tekið talsverðan þátt í starfi mótmæla- og andófshreyfinga síðan í hruninu.
Hann sagðist eiginlega vera búinn að gefast upp eftir ótal fundi sem hann hefði setið. Fólk gæti ekki komið sér saman um nokkurn hlut.
Og ef menn gætu hugsanlega sæst á eitthvað, þá kæmi einatt upp sá vandi að það væri ekki réttur aðili sem hefði átt hugmyndina.
„Ég get ekki staðið í þessu lengur,“ sagði maðurinn og kvaddi.